Undirskriftarlistar komnir í verslanir
Helga Sigurbjörnsdóttir á Sauðárkróki fyrir hönd hollvina Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem mótmælt er ósanngjörnum niðurskurði á stofnunina.
Undirskriftirnar verða síðan færðar ráðamönnum auk þess sem samtökin undirbúa mótmælastöðu. Í haus undirskriftanna segir; -Undirritaðir íbúar í Skagafirði mótmæla þeim mikla niðurskurði sem Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki sætir fyrir árið 2010. Er það krafa okkar íbúanna að niðurskurður á stofnuninni verði leiðréttur til samræmis við niðurskurð á flestum öðrum stofnunum sem er að jafnaði í kringum 4% á móti tæpum 11% niðurskurði í Skagafirði. Er það okkar álit að með þessum mikla niðurskurði sé verið að lama stofnunina og í raun gera hana óstarfhæfa miðað við núverandi starfsemi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.