Undirskriftalistar á Blönduósi

Frá Blönduósi

Það er ljóst að íbúar á Blönduósi og nágrenni eru orðnir þreyttir á sífelldum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og þá sérstaklega á heimaslóðum líkt og nú er krafist af heilbrigðisráðuneytinu.

Því hafa nokkrir einstaklingar tekið sig saman og hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla frekari niðurskurði á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Á undirskriftalistanum segir m.a. að mikil skerðing verði á starfsemi og þjónustu HSB og full ástæða til að óttast afleiðingar þess. Það beri að líta á þetta sem skerðingu á mannréttindum og er þess krafist að þetta verði leiðrétt hið fyrsta þannig að íbúar á þessu svæði sitji við sama borð og aðrir.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir