Undarleg forgangsröðun að mati Gísla Árnasonar

Gísli Árnason Vg hefur lagt fram ósk um upplýsingar um samning á milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar frá 13. mars 2007, árangur samstarfsins, hlutverk aðila og eftirfylgni.

Þá óskaði Gísli bókað í byggðaráði að meirihluti sveitarstjórnar hefði samþykkti þann 17. desember síðastliðinn kostun og aðstöðu verkefnisstjóra fyrir Skagafjarðarhraðlestina, á grundvelli samnings milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, sem rann út nokkrum dögum síðar, eða um áramótin. Segir Gísli þetta vægast sagt hæpna stjórnsýslu og allrar gagnrýni verða. - Í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og þeirra erinda, sem felld voru af meirihlutanum við gerð fjárhagsáætlunar ársins, er þetta undarleg forgangsröðun að kosta atvinnuþróun fyrir lögaðila, þar eð sveitarfélagið sinnir þeim málefnum á öðrum vettvangi, segir í bókun Gísla

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og óskar eftir greinargerð nefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir