UMSS í 3. sæti í sínum riðli á Landsmótinu

Nokkrir vaskir drengir úr Tindastóli léku fyrir hönd UMSS á Landsmótinu um síðustu helgi. Varð liðið í 3. sæti í B-riðli með tvo sigra og tvö töp.

 

Fyrsti leikurinn var gegn HSK sem síðar sigraði riðilinn og tapaðist hann 45-61. Næst var leikið gegn Grindvíkingum og tapaðist hann 50-61.

 

Tveir síðustu leikirnir unnust örugglega, annars vegar gegn Fjölni 73-43 og hins vegar gegn Eyfirðingum 87- 49. Niðurstaðan varð þriðja sætið í riðlinum á eftir HSK og Grindavík.

 

Njarðvíkingar unnu HSK örugglega í úrslitaleiknum og UMSK sigraði Grindavík í úrslitaleik um þriðja sætið.

 

Með frammistöðu sinni nældu strákarnir í 45 keppnisstig fyrir sitt héraðssamband.

 

/Tindastóll

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir