Umsóknarfrestur um Hvatapeninga að renna út
Foreldrar barna í Skagafirði á aldrinum 6 - 16 ára eiga rétt á Hvatapeningum einu sinni á ári en upphæðin er krónur 10 þúsund og er greidd að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Umsóknarfrestur fyrir Hvatapeninga vegna vetrarstarfs rennur út þann 15. janúar.
Skilyrðin eru að - barnið stundi að lágmarki eina íþróttagrein og eina tómstund eða menningu, þ.m.t. tónlistarnám, árskort á skíðasvæðið og námskeið í Árvali.
- að kostnaður við það nemi a.m.k. 30.000.-fyrir tímabilið 1.janúar-31.maí 2008 og/eða 1.sept.-31. desember 2008.
Umsóknareyðublöð eru á heimsíðunni og í afgreiðslu Ráðhússins. Með umsóknum þarf að fylgja ljósrit af kvittunum ásamt bankareikningsnúmeri á nafni þess foreldris sem sækir um og skila umsóknum í Ráðhúsið merkt Frístundasvið-hvatapeningar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.