Umhverfisdagar Skagafjarðar

Umhverfisdagar Skagafjarðar 2024 verða haldnir dagana 7. – 14. júní nk. Í ár eru 35 ár frá því að umhverfisdagar voru fyrst haldnir í firðinum. Á Umhverfisdögum eru íbúar Skagafjarðar hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki, býli og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl, komi bílhræjum, vélhræjum og öðrum hræjum í endurvinnslu. Snyrti til í og við lóðir sínar og lönd, og á nærliggjandi opnum svæðum.

Á Umhverfisdögum gefst íbúum kostur á að losa sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins.

Lóðarhafar eru hvattir til þess að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.

Allur almennur garðaúrgangur s.s jarðvegur, gras/hey og smærri greinar eiga að fara í jarðvegstippinn við Borgargerði á Sauðárkróki (rétt sunnan við leikskólann Ársali), móttökustöðina í Varmahlíð eða jarðvegstipp sunnan við Hofsós. Athugið að stærri greinar, tré og steypuafgangar, hellur, flísar o.þ.h. fer upp í gryfjur við Gránumóa ofan Sauðárkróks.

Sameinumst öll í átakinu, lögum til og höldum Skagafirði snyrtilegum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir