Umgengni ábótavant

 

Á lokafundi Umhverfis- og samgöngunefndar sem haldinn var á dögunum kom fram að umgengni á gámasvæðum í Skagafirði er víða ábótavant.

Nefndin hvetur notendur til  betri umgengni og að virða merkingar á gámum. Þá var samþykkt á fundinum að bæta við  brotajárnsgámi við Breið og timburgám í Fljótum, við Nýrækt. Kom nefndarmönnum saman um að af sveitarfélagsins hálfu væri þörf á að fylgjast betur með gámasvæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir