Umboð IH og B&L flyst til KS

Bílaverkstæði KS á Sauðárkróki hefur skrifað undir þjónustusamning við bílaumboðin Ingvar Helgason og B&L sem áður var á hendi Bílabótar, eða bifreiðaverkstæðisins Áka á Sauðárkróki. Samningurinn tekur gildi um næstu mánaðarmót.

Bílaumboðin í landinu hafa ekki farið varhluta af fjármálakreppunni á Íslandi og eignaðist Íslandsbanki bílaumboðin IH og B&L á síðasta ári. Nýjir eigendur hafa nú gert þjónustusamning við KS. Heimildir herma að starfsmönnum Bílabótar hafi verið boðin vinna hjá KS og var það liður í samningi KS við bílaumboðin. Starfsmenn Bílabótar eru átta talsins.

Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um framtíð Bílabótar en ákvörðunar er að vænta jafnvel síðar í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir