Um 400 manns þiggja húsaleigubætur
feykir.is
Skagafjörður
02.09.2009
kl. 17.21
Á síðasta ári úthlutaði Sveitarfélagið Skagafjörður um 26 milljónum króna í húsaleigubætur til skjólstæðinga sinna, en alls voru um 400 manns, aðallega skólanemar, sem fengu styrkinn.
Búist er við því að svipaður fjöldi sæki um húsaleigubætur í ár og álíka upphæðir verði greiddar til umsækjenda. Á vefsíðu Svf. Skagafjarðar er skólafólki sem ætlar að sækja um bæturnar sérstaklega bent á að gögnum ber að skila vegna haustannar fyrir 16. dag umsóknarmánaðar. Hægt að sækja umsóknareyðublað fyrir leigubætur til útprentunar í gagnabanka á vef Sveitarfélagsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.