Ullarlestin fór vel af stað

Mynd. Skagafjörður.com

Hestaleikhús Söguseturs íslenska hestsins í samstarfi við hestaleigu Ingimars Pálssonar og Leikfélag Sauðárkróks, stóð fyrir kaupstaðarferð á Sauðárkrók í tilefni af Lummudögum í Skagafirði síðastliðinn laugardag. Bændur framan úr sveit komu ríðandi með ullina í kaupstaðinn og tóku út vörur í staðinn.

Hestalestin fór í gegnum hesthúsahverfið við Sauðárkrók kl. 14.30 og meðfram sjávarsíðunni inní bæ. Bændur tóku síðan ullina ofan við Kaffi Krók.
Margt var um manninn í gamla bænum enda frábær stemning í Skagafirði fyrir Lummudögum. Þá voru einnig fjölmargir gestir á Króknum vegna Landsbankamótsins og er óhætt að fullyrða að Skagfirðingar eru rígmontnir með vel heppnaða helgi.

heimild. Skagafjörður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir