Ulf Örth ráðinn aðstoðarþjálfari hjá liðum Tindastóls

Sæþór Már, framskvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, ásamt Ulf Örth. MYND AF VEF TINDASTÓLS
Sæþór Már, framskvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, ásamt Ulf Örth. MYND AF VEF TINDASTÓLS
Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að Ulf Örth hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka karla og kvenna hjá Knattspyrnudeild Tindastóls út þetta tímabil.
 
„Ulf er 64 ára Svíi og hefur unnið við þjálfun í yfir 20 ár. Hann er með UEFA-B þjálfaragráðu og hefur starfað í akademíum sænsku liðanna Västra Frölunda IF, Näsets SK og Örgryte IS sem þjálfari, aðstoðarþjálfari og einnig sem scout hjá Örgryte IS.“
 

Fram kemur í fréttinni að Ulf þekkir vel til Donna, aðalþjálfara Tindastóls-liðanna, en þeir störfuðu saman hjá Örgryte í Svíþjóð. Ef einhverjum finnst eftirnafnið kunnuglegt þá er rétt að taka fram að Ulf er pabbi tvíburanna, Antons og Oskars Örth, sem leika með liði Tindastóls.

Eijlert Björkmanns, sem áður var í stöðu aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokkum Stólanna, lét af störfum í lok júní og var Ulf ráðinn í hans stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir