Tvö af Norðurlandi vestra í U21-landsliðshópur LH
Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í gær. Þau koma ný inn í hópinn ásamt ásamt fjórum öðrum. Á heimasíðu Landssambands hestamanna kemur fram að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, hafi valið 16 knapa í U21- landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Auk Guðmars og Þórgunnar koma Arnar Máni Sigurjónsson, Egill Már Þórsson, Jón Ársæll Bergmann og Matthías Sigurðsson ný inn í hópinn.
Við val á knöpum í landsliðshópa LH er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu og vegur og metur landsliðsþjálfari knapana eftir árangri þeirra en ekki síður hestakosti og stillir hópnum þannig upp að styrkleikar séu í öllum greinum.
Fram kemur í frétt LH að stærsta verkefni ársins 2022 sé Norðurlandamót sem haldið verður í Álandseyjum í byrjun ágúst. Knapar í landsliðshópum LH eru í forvali þegar kemur að landliðsverkefnum en einnig er landsliðsþjálfara heimilt að velja knapa utan hópsins þegar þurfa þykir. Landsliðsþjálfarinn mun fylgjast grannt með árangri þeirra sem ekki komust í hópinn að þessu sinni, en áttu engu að síður mjög góðan keppnisárangur á liðnu keppnistímabili.
Eftirtaldir knapar taka sæti í U-21 árs landsliðshópnum 2022:
Arnar Máni Sigurjónsson, Fáki
Benedikt Ólafsson, Herði
Egill Már Þórsson, Létti
Glódís Rún Sigurðardóttir, Sleipni
Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þyt
Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, Sleipni
Hákon Dan Ólafsson, Fáki
Hulda María Sveinbjörnsdóttir, Spretti
Jón Ársæll Bergmann, Geysi
Katla Sif Snorradóttir, Sörla
Kristófer Darri Sigurðsson, Spretti
Matthías Sigurðsson, Fáki
Signý Sól Snorradóttir, Mána
Sigurður Baldur Ríkharðson, Spretti
Védís Huld Sigurðardóttir, Sleipni
Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.