Tveir smiðir byggja tjaldstæðishús
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
11.12.2008
kl. 13.03
Húnaþing vestra hefur tekið tilboði Tveggja smiða ehf. um byggingu þjónustuhúss í Kirkjuhvammi, tjaldstæðinu á Hvammstanga. Tilboð Tveggja Smiða ehf. hljóðaði upp á 8.500.000 en einnig barst tilboð frá Reynd að smíða ehf, en það hljóðaði upp á 11.989.000.
Áður hafði sveitarstjóri gert tilboð í þjónustuhús á tjaldstæðinu sem var í eigu Bland í ehf, en því tilboði var hafnað og Bland í poka hyggst flytja húsið af lóðinni. Þá var sveitastjóra falið að auglýsa eftir aðila til þess að taka að sér rekstur tjaldstæðisins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.