Tveir góðir sigrar hjá Hvöt um helgina
Húni segir frá því að Hvatarmenn gerðu góða ferð í borgina um helgina en þá léku þeir tvo æfingaleiki við Létti og ÍBV. Leikurinn við Létti á föstudagskvöldið var nokkuð auðveldur fyrir Hvatarmenn en hann endaði með því að Hvöt skoraði 7 mörk gegn 2 mörkum Léttismanna. Nýr bandarískur leikmaður Dan Howell skoraði 2 mörk, Jón Kári skoraði einnig 2 mörk og Bjarni Pálmason, Jón Trausti Guðmundsson og Jens Sævarsson skoruðu sitt markið hver.
Á laugardeginum léku Hvatarmenn síðan við ÍBV í Kórnum og sigruðu 3-2 en þar skoraði Jón Kári 2 mörk úr vítum og Bjarni Pálmason eitt mark. Eyjamenn stilltu ekki upp sínu sterkasta liði þar sem að fyrr um daginn hafði liðið mætt ÍR í Lengjubikarnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.