Tvær bílveltur og ólögleg byssa
Tvær bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki um helgina. Önnur við Varmahlíð og hin á Sauðárkróksbraut. Þá gerði lögreglan upptæka byssu rjúpnaveiðimanns sem búið var að fjarlægja úr svokallaðan pinna.
Lúmsk hálka hefur leikið ökumenn í Skagafirði illa síðustu vikuna en alls hafa verið fjórar bílveltur í umdæmi lögreglunnar. Ekki urðu teljandi meiðsl á fólki í bilveltum helgarinnar en önnur bifreiðin er algjörlega ónýt og hin mikið skemmd.
Þá gerði lögreglan upptæka byssu rjúpnaveiðimanns á Öxnadalsheiði um helgina en veiðimaðurinn hafði fjarlægt svokallaðan pinna og gat því hlaðið með fimm skotum í stað lögbundinna tveggja. Var skotvopn hans gert upptækt og má hann búast við sekt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.