Tryllitæki af öllum hugsanlegum gerðum á Krafti 2009

Kraftur 2009Undirbúningur útivistar og sportsýningarinnar Krafts 2009 sem fram fer í Reiðhöllinni á Sauðárkróki um næstu helgi  er í fullum gangi og segir Eyþór Jónasson framkvæmdastjóri margt spennandi verða í gangi.

 -Skotfélagið Ósmann ætlar að koma með góða flóru af skotvopnum sem verða til sýnis í anddyri Reiðhallarinnar og Indriði bogamaður kennir fólki sem náð hafa 16 ára aldri að skjóta af boga, segir Eyþór. Miklar pælingar hafa farið fram með uppröðun bíla inn í húsinu og segir Eyþór að björgunabílarnir þurfi greiða leið út ef útkall verður.

–Þarna verða ýmis tryllitæki til sýnis, allt frá verulega heimasmíðuðum Rússa ´57, og heimasmíðaðri torfærugrind og upp í nýja Land Crusera og hinn margfrægi og víðförli Dali verður með rallý Trabantinn sinn á staðnum. Svo koma bílar úr Húnavatnssýslum og Akureyri. Vélhjólaklúbburinn ætlar að lyfta hulunni af splunkunýju heimasmíðuðu apparati sem þeir ætla að nota við að ryðja snjó af svellum sem þeir ætla að spæna á í vetur og Smaladrengirnir verða með ótrúlega glæsileg hjól til sýnis. Sleðamenn verða með gamla og nýja sleða til sýnis og einhverjir þeirra verða heltjúnnaðir, segir Eyþór og greinilegt að það verður eitthvað í að líta á sýningunni Krafti 2009 á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir