Tryggvi og Grásteinn fara ekki á HM09 í hestaíþróttum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Hestar
30.07.2009
kl. 11.40
Til stóð að Tryggvi Björnsson og Grásteinn frá Brekku myndu fara á Heimsmeistaramót Íslenska hestsins sem haldið verður nú í byrjun ágúst. Nú verður Grásteinn hins vegar forfallast vegna meiðsla.
Svo virðist sem Grásteinn hafi fengið smávægilegt sár á framfót en klárinn var í hryssum þegar slysið gerðist. Í stað Grásteins fer Erlingur Erlingsson á Bjarma frá Lundum ll en hann stóð annar á eftir Grásteini á Fjórðungsmóti Vesturlands
Feykir.is sendir Tryggva og Grásteini góðar batakveðjur. Vonbrigði knapans hljóta að vera gríðarleg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.