Tréiðnadeildin klæðir dæluhús

Glæsilegur hópur nemenda í Tréiðnaðardeild FNV. Mynd: FNV.is

Nemendur í trésmíðadeild FNV hafa tvo síðastliðna fimmtudaga farið upp í Tindastól með það verkefni fyrir höndum að klæða dæluhús sem staðsett er efst í skíðabrekkunni.

Verkefnið var unnið fyrir Skíðdeild Tindastóls. Nemendur stóðu sig með prýði og tókst að klára að klæða húsið. Nemendur voru ferjaðir upp og niður brekkuna ýmist á jeppum, snjósleða eða hreinlega að þeir  brugðu undir sig tveimur jafnfljótum. Ekki er alltaf hlýtt á toppnum og voru nemendur því fegnir að fá kakó og kleinur eftir erfiði dagsins.

Magnað útsýni: Mynd FNV.is
Magnað útsýni: Mynd FNV.is

treidnadardeild kako og kleinur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir