Trabbinn á Krafti 2009 er ekki í eigu Dalabóndans

Forsíðumynd Feykis 19. nóvember 2009

Á forsíðu 43. tbl. Feykis er mynd frá útilífssýningunni Krafti sem haldin var 14. nóvember s.l. í Reiðhöllinni á Sauðárkróki. Þar standa nokkrir ungir menn og virða fyrir sér botn Trabants rallýbíls sem lagður hafði verið á hliðina.

Nú skulum við kíkja undir kvikindið. Jói í Enni stýrir með annarri.

Í myndatexta er sagt að bíllinn sé eign Dalabóndans sem frægur er fyrir þátttöku sína í rallýkeppnum hér á landi. Ekki er þetta alveg rétt því  árið 1999 festu þeir Valdimar Pétursson á Sauðárkróki og Jóhann Ingi Haraldsson frá Enni kaup á Trabant 601 bifreið sem Örn Ingólfsson, Dali, átti áður.

kraftur09 (21)Bifreiðin var höfð til einkanota til ársins 2002 en þá kepptu þeir Hilmar Erlingsson og Valdimar Pétursson í 8 keppnum það árið. Þeir tveir breyttu bifreiðinni þannig sem hún er í dag. T.d. smíðuðu flækjur breyttu spindilhalla hjóla, og gerðu breytingu á mótor sem ekki er gefinn upp. Þetta gerði það að verkum að trabantinn er sérútbúinn rallýbifreið og er sú eina sinna tegundar hér á landinu.

kraftur09 (22)Þess má geta að rallýbifreiðin sem Örn Ingólfsson ekur á er ekki svona mikið breytt. Árið 2003 kepptu Valdimar og Jóhann í Skagafjarðarrallýinu og stóðu sig með ágætum. Árið 2004 kepptu Jóhann og Hilmar og lentu í næst síðasta sæti. Árið 2005 kepptu Valdimar og Jóhann í enn einni rallýkeppninni en náðu ekki að ljúka keppni. Síðan hefur ekki verið keppt á þessum eðal Trabba og er hann kominn hálfa leið á safn í Stóragerði þar sem hann verður til sýnis gestum og gangandi.

kraftur09 (23) kraftur09 (24) kraftur09 (25)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir