Torfbæirnir á heimsminjaskrá?
Mogginn segir frá því að nú er unnið að undirbúningi tilnefningar íslenska torfbæjarins á heimsminjaskrá UNESCO. Yfirlitsskrá um þær minjar hér á landi sem til greina kemur að sækja um að fari á heimsminjaskrána verður væntanlega sent til UNESCO í byrjun næsta árs en haft er eftir þjóðminjaverði að það sé margra ára verkefni að undirbúa skráningu torfbæjanna. Glaumbær er að sjálfsögðu einn af merkustu torfbæjum landsins.
Öll húsin sem um ræðir eru á landsbyggðinni og vekur Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, athygli á því að ef torfbæirnir fáist skráðir komist stór hluti landsins á heimsminjaskrá en það væri mikilvægt fyrir minjavörsluna, söfnin á viðkomandi stöðum, ferðaþjónustuna og almenning í landinu.
Nú þegar eru Surtsey og Þingvellir á heimsminjaskrá UNESCO en að auki eru Íslendingar aðilar að tveimur alþjóðlegum tilnefningum; Víkingaminjum og Atlantshafshryggnum. Að auki er sem fyrr segir unnið að tilnefningu torfuhúsaarfsins og einnig Breiðafjarðar, Vatnajökulsþjóðgarðinum og Mývatns.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.