Tónlistin allsráðandi á Hvammstanga á morgun
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
03.03.2010
kl. 10.44
Á degi Tónlistarskólans á Hvammstanga sem haldinn er á morgun 4. mars verða nemendur með tónleika á nokkrum stöðum í bænum.
- Nemendur Ólafar Pálsdóttur, og Ingibjargar Pálsdóttur spila kl. 13:30 í Leikskólanum Ásgarði
- Nemendur Ólafar, Ingibjargar og Elinborgar spila kl. 15:00 í Tónlistarskólanum Hvammstangabraut 10
- Nemendur Ólafar og Elinborgar leika kl. 16:00 í Tónlistarskólanum Hvammstangabraut 10
- Nemendur Guðmundar Hólmars Jónssonar leika kl. 17:00 í Hvammstangakirkju og nemendur Daníels Geirs Sigurðssonar halda sína tónleika kl. 18:00 í Grunnskólanum Hvammstanga
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.