Tónleikar í Sauðárkrókskirkju

Kirkjukór Flugumýrar- og Miklabæjarsókna tónleika í Sauðárkrókskirkju á miðvikudagskvöldið. Tónleikar þessir eru hluti af tónleikaröð sem kórinn stendur fyrir með styrk frá Menningaráði Norðurlands vestra og hefur yfirskriftina Móðir, kona, meyja.

 

 Kórinn skipa eingöngu konur og á dagskránni eru meðal annars lög og textar tileinkaðir konum. Dagskráin er blanda af veraldlegum og trúarlegum lögum og notar kórinn  efni frá Kvennakirkjunni.  Kórstjóri er Jóhanna Marín Óskarsdóttir og er aðgangur ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir