Tónleikar Draumaradda í desember
Draumaraddir norðursins verða með jólatónleika í upphafi desember á Norðurlandi vestra. Á tónleikunum syngur ungur strákur frá Skagaströnd einsöng, Ívan Árni Róbertsson en listrænn stjórnandi er Alexandra Chernyshova og undirleikari er Elínborg Sigurgeirsdóttir.
Tónleikarnir verða sem hér segir:
2. des – Sauðárkrókskirkju
3. des – Hólaneskirkju, Skagaströnd
4. des – Hvammstangi
5. des – Blönduóskirkja
Allir tónleikarnir byrja kl. 17:00 og er miðaverð kr. 1500 fyrir fullorðna en kr. 800 fyrir grunnskólanema. Ekki er tekið við greiðslukortum segir í tilkynningu.
Draumaraddir norðursins er samstarfsverkefni þriggja söng- og tónlistarskóla á Norðurlandi vestra. Söngskóla Alexöndru, tónlistarskóla Austur og Vestur Húnavatnssýslu. Stúlknakórinn skipa tæplega 50 stúlkur, 10-16 ára frá Norðurlandi vestra. Upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðunni www.dreamvoices.is Verkefnið er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.