Tombóla hinna brothættu hluta

Þær Alma Karen Sigurðadóttir Snæland, 7 ára, og Svava Dís Jóhannesdóttir, 8 ára, komu í N'yprent færandi hendi en þær héldu tombólu til styrkjar Þuríðar Hörpu. Ágóðinn var krónur 4264.

Stelpurnar gengu í hús í Grenihliðinni og nágrenni og og söfnuðu að eigin sögn mjög mörgum brothættum hlutum. -Því miður brotnuðu tveir, segir Alma Karen. -Einn maður kaupti eina bók og hann las hana í búðinni og all, bætir Svava Dís við. Aðspurð segist Alma aldrei hafa haldið tombólu áður en Svava Dís er veraldarvanari og segjst hafa haldið svona milljón tombólur heima hjá sér á Selfossi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir