Tökur komnar á fullt
Tökur á Roklandi eru komnar á fullt skrið en tökur hófst á Sauðárkróki í fyrradag. 1. daginn stóðu tökur yfir í heila 13 tíma og fóru fram í Aðalgötu þar sem búið er að setja upp Bókabúðina sem Böddi heimsótti svo gjarnan. í gær voru tökur á Reykjaströnd og í dag verður tökufólk og leikarar í Varmahlíð.
Feykir hitti Martein Þórsson að loknum 1 tökudegi. Marteinn skrifaði handrit myndarinnar og hefur undirbúningur staðið yfir í 3 ár. Aðspurður segist hann vera nokkuð trúr sögu Hallgríms Helgasona með nokkrum breytingum þú. Sagan sé í grunnin sú sama. En hvernig skyldi ganga að fjármagna kvikmynd í árferði eins og nú er? -Það er í raun kraftaverk þegar tekst að fjármagna kvikmyndir sama hvar það er í heiminum og það hefur lítið breyst með tilkomu kreppunnar, svarar Marteinn.
Allt í allt eru 23 starfsmenn í kringum myndina auk þess sem fjöldi heimamanna kemur að leik myndarinnar. Bæði sem aukaleikarar auk þess sem einhverjir fá lítil hlutverk með texta. Stefnt er að því að tökur standi í tvær vikur hér í Skagafirði auk þess sem koma þarf síðar í ágúst og ljúka nokkrum senum. Það verður þónokkuð af innisenum tekið annars staðar.
Athygli vekur að persóna herra hundfúls er skrifuð út úr handritinu og segir Marteinn aðspurður að of seint sé að fá hann skrifaðan inn í myndina en bendir á að Rokland sem með heimasvæði á Facebook og þangað megi koma athugasemdum.
Hvað með okkur heimafólk eigum við að taka stóran sveig þegar við sjáum ykkur við tökur eða kryddar það bara myndina þegar heimafólk slæðist í mynd. -það verður bara að spilast eftir eyranu. Það kom skemmtilegt atvik í dag þegar lítill strákur labbaði inn í töku. Hann var alveg frábær viðbót hvort sem við notum það eða ekki. Ég þarf þá alla vega að hafa upp á foreldrunum og fá leyfi, svarar Marteinn og hlær. -Eigum við ekki bara að láta það ráðast við stoppum þá vegfarendur ef þeir eru fyrir okkur, segir hann að lokum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.