Tökur á Roklandi hefjast í næstu viku

Gamla póshúsið fær nýtt útlit

Þeir sem átt hafa leið framhjá gamla pósthúsinu á Króknum hafa rekið upp stór augu þar sem það hefur tekið tölverðum breytingum upp á síðkastið, bæði verið málað og sett á það skyggni og nú síðast verið merkt Restaurant.

 

 

 

Þarna er um leikmynd að ræða fyrir Rokland en tökur eiga að hefjast í næstu viku. Eins og allir vita fjallar myndin um Bödda Steingríms sem snýr aftur heim á Sauðárkrók eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi og fer að kenna við Fjölbrautaskólann. En Krókurinn reynist of lítill staður fyrir svo stóryrtan mann og Bödda er sagt upp störfum eftir að hafa gengið fram af nemendum sínum. Rokland er saga um einmana uppreisnarmann sem er of gáfaður fyrir Krókinn, of reiður fyrir Reykjavík og of hreinskilinn fyrir Ísland, eins og segir í bókakynningu Félags Íslenskra bókaútgefenda.

 

Þeir sem vilja forvitnast um persónulegu hlið Bödda geta lesið Rabbababbið á Sk.com HÉR og svo er ágætis „trailer“ um myndina HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir