Töfrakonur í útgáfu

Fyrirtækið Töfrakonur/Magic Women ehf. hefur nú sent frá sér fjórar kiljur. Er um að ræða þrjár skáldsögur og eina ljóðabók, sem er eftir Jóhönnu Helgu Halldórsdóttur.

 Ljóðabókin heitir “Konfektmolar” og er með völdum ljóðum höfundar frá árunum 1988-2008. Jóhanna er einnig með skáldsögu sem heitir “Enginn er eins og þú” sem er rómantísk sveitasaga um litríkt fólk sem fer heldur betur ótroðnar slóðir. Hinar tvær skáldsögurnar eru eftir Birgittu Hrönn Halldórsdóttur. “Þar sem hjartað slær”  er eldheit og spennandi sveita- og ástarsaga, full af fjöri og skemmtilegu fólki. “Út við svala sjávarströnd” er hin skáldsaga Birgittu og á bókarkápu stendur:  Falleg og skemmtileg saga, sem er full af átökum og ást og er hrein unun að lesa og upplifa.
    Kiljurnar eru til sölu hjá eigendum Töfrakvenna, í Húnaveri, Kaupfélaginu Varmahlíð, KS á Sauðárkróki, Bæjarblóminu á Blönduósi, Spákonuarfinum á Skagaströnd, Kaupfélaginu á Hvammstanga og Víðigerði.
Stefnt er á dreifingu víðar um land á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir