Töðugjöld um helgina
Í tilefni af góðu sumri ætlar Svanhildur á Hótel Varmahlíð að blása til töðugjalda fyrir Skagfirðinga og aðra gesti með söng og gleði um næstu helgi.
-Þetta á að verða huggulegt kvöld með skagfirskum matseðli úr Skagfirsku matarkistunni eins og venjulega. Svo ætla Helga Rós Indriðadóttir og Sigurður Skagfjörð að kemmta gestum með söng við undirleik Tomasar Higgerson, segir Svanhildur Pálsdóttir hótelstjóri.
-Fiskur og kjöt verður á matseðlinum en eftirrétturinn fer eftir því hvort ég kemst í berjamó. Ég er búin að tína lerkisveppi í Reykjarhólsskógi sem verða á boðstólnum.
Að sögn Svanhildar hefur verið mikið að gera í sumar á hótelinu, yfir 90% nýting í júlí og ágúst en þar eru erlendir ferðamenn á bílaleigubílum í meirihluta. –Þetta er gríðarleg aukning frá því í fyrra og september lítur vel út, segir Svanhildur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.