TMT tjáningarform notað í Ásgarði

Á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga hefur verið ákveðið að nota svokallað TMT tjáningarform sem er ætlað heyrandi fólki sem á við mál-og eða talörðuleika að stríða.

Árið 1968 hófu Danir tilraunir með að nota TMT eða „tákn með tali“ við kennslu barna með þroskafrávik.TMT byggist á samblandi af látbrögðum, táknum og tali. Með látbrögðum er átt við látbragð og svipbrigði sem yfirleitt er sýnd um leið og táknin eru gerð og undirstrika þannig merkingu þeirra.

Með því að nota TMT er sjónskynið virkjað sem er oft áhrifameira en heyrnarskynið. Talið er gert sýnilegt, segir á heimasíðu Ásgarðs en þar er hægt að fræðast meira um TMT.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir