Tíundi bekkur til Danmerkur
Nú í morgunsárið lagði af stað í loftið til Danmerkur, föngulegur hópur 10. bekkinga úr Árskóla á Sauðárkróki. Þrátt fyrir bankahrun og alþjóða kreppu létu krakkarnir ekkert stöðva sig í fjáröflunum vetrarins.
Danskir skólakrakkar verða þeim innanhandar með gistingu og mat í einhverjum tilfellum en einnig verður gist í farfuglaheimili á slóðum Önnu Phil sem sjónvarpsáhorfendur kannast við.
Einum degi verður eytt í Svíþjóð og m.a. Lazerdom og Slöngusafnið heimsótt. Krakkarnir koma til Íslands aftur n.k. sunnudag.
Í gærmorgun sungu krakkarnir fyrir kennara og starfsfólk Árskóla er þau komu í vinnu, fóru í kennslustofur og kenndu og kvöddu yngri nemendur og foreldrar fengu morgunmat og kaffi klukkan 7.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.