Tíu milljónir til íþróttafélaganna

Félags-og tómstundanefnd Skagafjarðar samþykkti tillögu stjórnar UMSS um úthlutun styrkja að upphæð 10.000.000 króna til íþróttahreyfingarinnar. 50% upphæðarinnar er skipt núna og 50% eftir nánari útlistun stjórnar UMSS.

Greitt verður út mánaðarlega, í fyrsta sinn frá 1.janúar 2010.

  • UMF Tindastóll, rekstrarstyrkur 2.972.100.-
  • UMF Neisti, rekstrarstyrkur 330.000,-
  • UMF Smári, rekstrarstyrkur 430.650,-
  • UMF Hjalti, rekstrarstyrkur 99.000,-.
  • Hestamannafélagið Léttfeti, rekstrarstyrkur 262.350,-.
  • Hestamannafélagið Stígandi, rekstrarstyrkur 173.250,-
  • Hestamannafélagið Svaði, rekstrarstyrkur 118.800,-
  • Vélhjólaklúbbur Sauðárkróks, rekstrarstyrkur 113.850,-
  • UMSS, rekstrarstyrkur 500.000.- Samtals kr. 5.000.000.-

Þá var íþróttafulltrúa  falið að innkalla þær ársskýrslur íþróttafélaga sem ekki hafa borist enda eru þær forsendur fyrir útborgun styrkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir