Tindur frá Varmalæk seldur úr landi

Mynd: LH

Fyrir skömmu var stóðhesturinn Tindur frá Varmalæk seldur úr landi. Hann hefur getið sér frægðar á Íslandi og var m.a. einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins og varð í þriðja sæti í A flokki á LM 2008.

Tindur er þegar farinn úr landi, kaupandinn er norska hrossaræktarbúið, Stall Myra. Seljendur eru Björni og Magnea á Varmalæk.
Á vef LH segir Björn, „Það er áhættusamur búskapur að halda úti stóðhestum. Ef þeir fá ekki notkun er til lítils að halda í þá. Við eru nýlega búin að byggja reiðhöll hér á Varmalæk, sem er töluverður biti. Það var alltaf meiningin að reyna að hanga á klárnum en hrossabændur geta ekki neitað sér um gjaldeyri ef hann býðst,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir