Tindastólssigur í Kópavogi

 Strákarnir í Tindastól voru ekki nema augnablik að sækja þrjú stig á móti slöku liði Augnabliks í Kópavogi í gær og má segja að strákarnir hafi bara drifið í þessu þar sem þeir settu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fjögur eitt.

 Tindastólsliðið var mikið mun betra í leiknum og úrslitin segja ekki allt um gang hans.  Lið Tindastóls var gott í fyrri hálfleik og skoraði öll mörkin fjögur þá, þau hefðu hinsvegar getað orðið 7 eða 8, bara í þeim fyrri.

 Liðið átti mjög góða spretti og það var alveg klárt að leikmenn Tindastóls voru mættir í Kópavoginn til að innbyrða öll stigin sem í boði voru.  Markaskorarar okkar í þessum leik voru Aðalsteinn, Arnar, Kristmar og Bjarki Már.  Það var hinsvegar á lokamínútum leiksins að heimamenn náðu að skora eitt mark.

 Eins og fram hefur komið var fyrri hálfleikur liðsins mjög góður og töluverður styrkleikamunur á liðunum.  Í seinni hálfleik náði Tindastólsliðið ekki þeirri stemmingu sem einkenndi þann fyrri enda erfitt að koma út í seinni hálfleikinn með 4 - 0 og eiga að halda áfram sömu einbeitingu og sama krafti.

 Seinni hálfleikurinn varð því afskaplega leiðinlegur á að horfa og örugglega líka fyrir leikmenn að spila. 

 Tindastólsstrákar eru efstir í deildinni en með 15 stig. Næst kemur lið KB með 9 stig en þetta segir þó ekki alla söguna þar sem lið KB á tvo leiki til góða á okkar menn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir