Tindastóll – Ýmir á morgun
Karlalið Tindastóls tekur á móti Ými úr Kópavogi í 3.umferð karla á Sauðárkróksvelli á morgun. Tindastóll fær liðstyrk frá Thailandi.
Það segir á heimasíðu Tindastóls að félaginu hafi borist liðstyrkur frá Thailandi en í gærkveldi lenti á Íslandi leikmaður sem hefur dvalið í Thailandi og mun leika með m.fl. karla í sumar. Að öllum líkindum mun hann mæta á æfingu hjá Tindastóli í kvöld og verður án efa gaman að sjá kappann á skagfirskri grundu. Að sögn Ómars Braga hjá knattspyrnudeildinni er hér um skemmtifrétt að ræða og mun sá sem um er rætt vera Aðalsteinn Arnarson sem dvalið hefur í fríi í þrjár vikur í þessu fallega landi.
Tindastóll stendur nú efst í deildinni með 6 stig með markatöluna 7 – 0 og er ætlunin að bæta hana enn frekar á morgun.
ALLIR Á VÖLLINN
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
1. ![]() |
2 | 2 | 0 | 0 | 7 - 0 | +7 | 6 |
2. ![]() |
2 | 1 | 1 | 0 | 7 - 5 | +2 | 4 |
3. ![]() |
2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 1 | +3 | 3 |
4. ![]() |
2 | 0 | 2 | 0 | 3 - 3 | 0 | 2 |
5. ![]() |
1 | 0 | 1 | 0 | 2 - 2 | 0 | 1 |
6. ![]() |
2 | 0 | 0 | 2 | 4 - 10 | -6 | 0 |
7. ![]() |
1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 6 | -6 | 0 |
/Fótbolti.net.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.