Tindastóll tapar gegn KS/Leiftri
Tindastóll tapaði í gærkvöld gegn KS/Leiftri eftir að Tindastóll hafði komist yfir með tveimur mörkum frá bræðrunum Stefáni Arnari og Ingva Hrannari Ómarssonum. Leikurinn endaði 3 - 2 fyrir KS/ Leiftri
Leiklýsing er tekin af www.tindastoll.is -KS/Leiftur jafnaði leikinn undir lok fyrri hálfleiks m.a. með sjálfsmarki okkar manna. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma var dæmt víti á Tindastól og úr því skoruðu heimamenn og kræktu sér í þrjú stig.
Staða Tindastóls er slæm, liðið hefur komist yfir í leikjum sínum en alls ekki náð að halda einbeitingu sinni og klúðrað leikjum á lokamínútum oftar en einu sinni. Þetta er eitthvað sem vandlega þarf að skoða ef ekki á illa að fara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.