Tindastóll sigraði Magna í baráttuleik
Tindastóll tók á móti Magna frá Grenivík í miklu blíðskaparveðri á Sauðárkróki í gærkvöldi og unnu leikinn sannfærandi 2 – 0
Tindastólsmenn sýndi mikla baráttu allan leikinn og var leikurinn hin mesta skemmtun þeirra fjölmörgu sem á horfðu. Mikil meiðsli hafa hrjáð eldri leikmenn liðsins og þurfti að leita á náðir drengja í 2. og 3. flokki félagsins. Óhætt er að segja að þeir hafi staðið fyrir sínu og smellpassað í liðið.
„Slæmi kaflinn“ sem oft er talað um hjá Tindastól kom aldrei í gærkvöldi og liðið spilaði sem ein heild allan leiktímann og uppskáru eftir því.
Fyrra mark Stólanna kom á markamínútunni frægu á 43. mínútu og var þar á ferðinni hinn gamalreyndi knattspyrnuþjarkur Kristmar Geir Björnsson sem eftir mikla baráttu náði að setja boltann í netið. Staðan í hálfleik 1-0.
Á 54. mínútu náði hinn magnaði sextán ára, Björn Anton Guðmundsson að skora seinna markið eftir hornspyrnu og staðan því 2-0.
Mikil barátta og skynsemi skóp sigur Stólanna í þessum leik og ekki er verra fyrir þá að vita af þessum ungu mönnum sem eiga eftir að glæða leik liðsins í framtíðinni. Sex
Byrjunarliðið var skipað eftirtöldum mönnum:
Gísli Eyland Sveinsson
2 Loftur Páll Eiríksson
3 Sigmundur Birgir Skúlason
6 Björn Anton Guðmundsson
7 Kristmar Geir Björnsson
8 Konráð Þorleifsson
10 Fannar Örn Kolbeinsson
11 Pálmi Þór Valgeirsson
16 Aðalsteinn Arnarson (F)
18 Fannar Freyr Gíslason
20 Árni Arnarson
Guðni Þór Einarsson kom inná á 65. mínútu fyrir Fannar Frey Gíslason, á 79. mínútu kom Arnar Skúli Atlason inná fyrir Fannar Örn Kolbeinsson og Jóhann Helgason kom inná á 87. mínútu fyrir Kristmar Geir Björnsson.
Tindastóll situr sem fyrr í þriðja neðsta sæti með 9 stig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.