Tindastóll semur við Bin Daanish

Amani Bin Daanish í háloftunum gegn Tindastóli á dögunum. Mynd: Hjalti Árnason

Skv. heimasíðu Tindastóls hefur körfuknattleiksdeild félagsins samið við Amani Bin Daanish um að leika með liðinu í vetur.  Eins og frægt er orðið lenti Ricky Henderson í löngum armi laganna og var dæmdur til 30 daga samfélagsþjónustu í rétti í Detroit í Bandaríkjunum rétt fyrir mót og hefur félagið því ekki haft "kana" í liði sínu það sem af er Íslandsmótinu.

Amani þessi var rekinn frá Grindvíkingum í gær og að sögn Karls Jónssonar þjálfara var ákveðið að stökkva á þennan möguleika þegar hann kom upp á borðið seinni partinn í gær. Segir Karl leikmann þennan ekki hafa hentað Grindvíkingum að þeirra mati en hann var þó bæði stigahæstur og frákastahæstur eftir þá þrjá leiki sem hann lék með þeim í mótinu.

"Við sáum það í fyrsta leik Grindvíkinga hér í Síkinu að þetta er mjög hreyfanlegur og fljótur leikmaður og við vonumst til þess að hann nái að sanna sig hérna hjá okkur", sagði Karl ákaflega glaður yfir því að þetta "kanamál" væri loksins frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir