Tindastóll semur við Bandaríkjamann fyrir veturinn

Ricky Henderson

Íceland Express deildarlið Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Ricky Henderson um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Hann lék með liði Clarion háskólans og skoraði þar 11.9 stig, tók 8.8 fráköst og varði 2.1 skot að meðaltali í leik á síðasta ári sínu.

Henderson er um 200 cm á hæð og mun leika í stöðu miðherja hjá liðinu. Hann þykir grimmur í fráköstum og líkamlega sterkur og mun efla liðið undir körfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir