Tindastóll - Magni á Sauðárkróksvelli í kvöld kl. 20:00

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 9. júlí, tekur meistaraflokkur karla á móti Magna frá Grenivík og er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Stólanna

 

Leikur Tindastóls hefur verið afar kaflaskiptur í síðustu leikjum og helst vantað að klára leikina.  Liðið hefur margoft haft forystu í sínum leikjum en ekki tekist að halda henni út allan leiktímann.

 

Liðið verður skipað nokkrum drengjum úr 2. flokki í kvöld þar sem meiðsli hafa gert usla í herbúðum Tindastóls. Ingvi Hrannar meiddist  á æfingu fyrr í vikunni og stígur ekki í fótinn þá fékk Pálmi Þór slæmt högg á öxl sem veldur því að hann er ekki fullfrískur og Sævar Péturs tognaði aftan á kálfa. Þá eru þeir Guðmundur Vibergs og Árni Einar hættir að spila með liðinu.

Nú ættu bæjarbúar að fjölmenna á völlinn í kvöld og öskra ÁFRAM TINDASTÓLL og eins og fyrr er frítt á völlinn. Að þessu sinni er það Nýprent sem splæsir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir