Tindastóll mætir Stjörnunni í kvöld
Tindastóll og Stjarnan úr Garðabæ mætast á Króknum í kvöld en leikurinn er 17. umferð Iceland Express deildar karla. Stólarnir unnu Stjörnuna í fyrri leik liðana í Garðabæ og er það eini útisigur Tindastóls enn sem komið er í vetur.
Stjarnan hefur verið í kringum toppinn í deildinni í allan vetur og eru eins og er í þriðja sæti deildarinnar. Þeir styrktu leikmannahópinn á dögunum með tilkomu serbnesks miðherja að nafni Djorde Pantelic og þá snéri Ólafur J Sigurðsson frá Danaveldi og leikur með þeim til loka tímabilsins. Í liði Stjörnunar eru tveir af fimm stigahæstu leikmönnum deildarinar þeir Justin Shouse og Jovan Zdravevski og hefur leikur þeirra snúist í kringum þá í vetur. Það verður fróðlegt að sjá einvígi Justin Shouse og Cedric Isom í kvöld en þar fara tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar.
Hópurinn hjá Tindastóli: Cedric, Axel, Svavar, Donatas, Rikki, Helgi Rafn, Sveinbjörn, Hreinn, Halldór, Pálmi Geir, Sigurður og Sigmar Logi. Helgi Freyr er meiddur, en aðrir eiga að vera í fínu formi.
Leikurinn hefst að vanda kl. 19:15.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.