Tindastóll laut í parkett í gær

Mynd: Karfan.is

Tindastóll þurfti að lúta í lægra haldi fyrir liði Snæfells í Iceland Express deildinni í gærkvöldi á útivelli í hörkuleik. Snæfell byrjaði betur og komust í 6-0 en Tindastóll spýttu í lófana  og jöfnuðu 6-6 eftir að hafa sett sín fyrstu stig eftir 3 mín leik. Tindastóll leiddi eftir fyrsta fjórðung 13-15 og einnig í hálfleik 32-43.

Á Karfan.is segir að leikurinn hafi verið  alveg geysilega skemmtilegur fyrir augað og voru liðin að skiptast á að taka spretti í þriðja hluta en Snæfell komu með svaka 10-1 skell undir lok hlutans og jöfnuðu 59-59. Tindastóll var hressara liðið í byrjun annars hluta og voru að setja betri skot niður en skotnýting Snæfells var afleitt á meðan fráköstin voru betri. Gestirnir af Króknum voru að éta Snæfell á kafla og komust í 17-28 með 10-2 áhlaupi þegar Ingi Þór tók leikhlé fyrir Snæfell. Ekki gengu heimamenn frekar á gestina en þeir söxuðu aðeins á en Tindastóll hélt uppi vel stemmdum sóknarleik og áttu Snæfelingar í basli með hraðann. Tindastóll leiddi svo í hálfleik 32-43 í bráðskemmtilegum leik. Baráttan hélt svo áfram í þriðja leikhluta þar sem liðin skiptust á forystu og undir lok hlutans jöfnuðu heimamenn 59-59.

Fjórði hluti var baráttumikill allt til leiksloka en þeir Svavar, Daanish og Helgi héldu sínum mönnum í Tindastól inni í leiknum en Snæfellingar náðu að klára leikinn og unnu Tindastól 90-78.

Karl Jónsson þjálfari Tindastóls segir að liðið hafi spilað frábærlega í fyrri hálfleik og margt gott að gerast í þeim síðari. En þegar Michael Giovacchini fór meiddur af velli hafi botninn dottið úr leiknum en Michael hefði stýrt liðinu af öryggi fram að því. Karl segir að liðið megi ekki við því að missa Michael í meiðsli og vonar að hann verði ekki lengi frá þar sem breidd liðsins leyfi það ekki. Helgi Freyr og Halldór eru að verða klárir í slaginn eftir veikindi og Rikki byrjar að æfa aftur í dag eftir nokkurt hlé. Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir sem verða að vinnast, segir Karl, en þeir eru á móti FSU heima á sunnudaginn, útileikur gegn ÍR 4. des. og þann 17. des. er heimaleikur á móti Fjölni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir