Tindastóll landaði mikilvægum stigum á heimavelli
Langþráður sigur var í gærkvöld hjá Tindastóli þegar liðið sigraði Hamar á Sauðárkróksvelli með tveimur mörkum gegn einu.
Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og virtust vilja meira fyrstu mínúturnar. Þeir voru sterkari á miðjunni allan tímann en Tindastólsmenn vörðust vel og í fyrsta skipti í langan tíma sáust ágætar sóknir heimamanna.
Ingvi Hrannar skoraði glæsilegt mark eftir fyrirgjöf frá Pálma þar sem Marri gerði vel. Þetta mark var uppskrift af æfingasvæðinu og þakkaði Ingvi traustið og kom okkar mönnum yfir.
Hamar jafnaði leikinn með skallamarki eftir langt innkast en Tindastólsmenn komu til baka og Stefán Arnar skoraði gott skallamark og þar við sat. Bæði Pálmi og Ingvi Hrannar áttu að skora eftir að þeir sluppu í gegn en því miður náðu þeir ekki að klára upplögð færi. Hamar átti skot í þverslá stuttu fyrir leikslok en niðurstaðan 2-1 fyrir Tindastól.
Góður sigur en Tindastóll er enn í næstneðsta sæti þar sem bæði Víðir og Magni sigruðu í sínum leikjum.
Voru áhorfendur sammála um að allt annað yfirbragð hafi verið á leik liðsins í gær heldur en í síðustu leikjum og má því gera að því skónna að loksins sé liðið búið að stimpla sig inn í deildina. Betra er seint en aldrei og nú er bara að halda svona áfram strákar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.