Tindastóll - Keflavík í kvöld

karfa_kkiLið Keflavíkur kemur á Krókinn í kvöld og etur kappi við Tindastól í Iceland Express deild karla í körfubolta.

Gestirnir eru í öðru til fjórða sæti deildarinnar með 10 stig eins og Stjarnan og KR, en heimamenn eru í því 9. með 4 stig eftir tvo sigurleiki í röð. Stólarnir unnu góðan útisigur í síðasta leik gegn Stjörnunni, en Keflavík vann ÍR örugglega heima. Það má því búast við hörkuleik í Síkinu í kvöld og allir hvattir til að mæta á leikinn.

Leikurinn hefst að venju kl. 19:15 .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir