Tindastóll - Höttur í kvöld - Koma svo
Strákarnir í Tindastól taka á móti Hetti í kvöld þriðjudag klukkan 19 en er leikurinn í kvöld einn sá mikilvægasti sem liðið hefur spilað lengi. Er alls ekki orðum aukið að segja að í kvöld verður barist upp á líf og dauða.
Tindastóll er í næst neðsta sæti deildarinnar og þar með talið í fallsæti með 14 stig, aðeins Hamar frá Hveragerði er neðar. Hinsvegar er stutt í næstu lið og sigur á móti Hetti kæmi liðinu í 17 stig sem væri aldeilis frábært.
Nú er um að gera að koma á völlinn og hvetja strákana áfram á jákvæðum nótum, það er það sem þeir þurfa frá áhorfendum. Við viljum ekkert neikvæðniskjaftæði heldur áfram strákar, áfram Tindastóll.
Auðvitað er frítt á völlinn og því engin afsökun fyrir því að láta ekki sjá sig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.