Tindastóll - Hamar í kvöld

 Stólarnir fá Hamar frá Hveragerði í heimsókn í kvöld, föstudaginn 5. febrúar. Leikurinn er gríðarlega þýðingamikill fyrir bæði lið. Tindastóll þarf að fara að vinna leiki ef liðið ætlar sér í úrslitakeppnina og eins að dragast ekki niður í fallbaráttuna. Hamar þarf líka sigur til að bæta stöðu sína á topp átta í deildinni.

 Þeir eru með 12 stig á meðan heimamenn eru með 8. Tveir nýjir menn leika með Stólunum á morgun, þeir Cedric Isom og Donatas Visockis. Það eru vonandi spennandi tímar framundan og að þessir nýju menn smelli vel inn í liðið. Leikurinn hefst að venju kl. 19:15.

Á sunnudaginn er svo annar ekki minna mikilvægari leikur á útivelli við Breiðablik

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir