Tindastóll áfram í Subway-bikarnum

Svavar og Daanish samhentir í vörninni.

Tindastóll sigraði B-lið Vals í dag í 32-liða úrslitum Subway-bikarsins með 84 stigum gegn 68.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-18 fyrir Tindastól og í hálfleik 52-32. Í þriðja leikhluta náðu strákarnir rúmlega 30 stiga forskoti en leiddu 68-43 eftir þriðja leikhlutann. Í síðasta fjórðungnum slökuðu okkar menn heldur mikið á og forskotið í leikslok 16 stig, eða 84-68.

"Búbbarnir" allir þeir Svavar, Rikki og Hreinn hvíldu í þessum leik.

Helgi Rafn var stigahæstur í leiknum með 29 stig, Amani skoraði 21, Michael 18, Helgi Freyr 8, Halli 4, Sveinbjörn 2, Einar Bjarni 2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir