Tindastóll á Flugfélagsmótið á Ísafirði
Meistaraflokkur Tindastóls í körfubolta mun taka þátt í Flugfélagsmótinu á Ísafirði 4. - 5. september n.k. Mótherjar þeirra verða Valur, Þór Ak og gestgjafarnir í KFÍ.
Stefnt er að því að fara með 15 manna leikmannahóp á mótið, en þar verða spilaðir þrír leikir. Vonast er til þess að báðir erlendu leikmenn Tindastóls verði komnir til landsins fyrir mótið.
Á föstudegiunum 4. september kl. 19.00 mætir Tindastóll Þórsurum, á laugardagsmorguninn verður leikið gegn Val kl. 10 og heimamönnum í KFÍ kl. 12.00.
Flugfélagsmótið er samstarfsverkefni KFÍ og Flugfélags Íslands sem verið hefur dyggur stuðningsaðili félagsins um árabil. Mikill metnaður er lagður í mótið og eru m.a. fyrirhugaðar beinar netútsendingar úr KFÍ-TV frá mótinu.
Helgina á eftir er síðan áformuð þátttaka í Greifamótinu á Akureyri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.