Tindastóll 0 – ÍA 2
Tindastóll atti kappi við Skagastúlkur í B-riðli 1. deildar kvenna í gærkvöldi í blíðskaparveðri. Tindstælingar byrjuðu vel og pressuðu stíft og áttu mörg marktækifæri. Óheppni Stólanna réði því að ekki náðist að skora í fyrri hálfleik.
Stelpurnar hjá Stólunum sýndu mikla baráttu og voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, börðust vel. Þær áttu skot í þverslá og hliðarnetið og ágætur markmaður Skagamanna varði vel en ekki vildi boltinn inn. Staðan í hálfleik 0-0.
Leikurinn snérist við í síðari hálfleik en í upphafi hans skoruðu Skagastúlkur mark og var eins og Tindastólsstúlkur hefðu ekki úthald til að fylgja eftir annars góðum leik í fyrri hálfleik.
Skömmu fyrir leikslok náðu Skagastúlkur að setja boltann í netið öðru sinni og þar við sat. Úrslit leiksins 2-0.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.