Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Austur-Húnavatnssýslu
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu hefur auglýst tillögu að breytingu á svæðisskipulagi á jörðunum Sölvabakka í Blönduósbæ, Hnjúkum í Blönduósbæ og Öxl II í Húnavatnshreppi.
Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingar á svæðisskipulaginu.
1. Landbúnaðarsvæði í landi Sölvabakka breytt í sorpförgunar- og efnistökusvæði.
2. Landbúnaðarsvæði og opnu svæði til sérstakra nota austan við Blönduós breytt í iðnaðar- og athafnasvæði
3. Landbúnaðarsvæði á Öxl II í Húnavatnshreppi breytt í verslunar- og þjónustusvæði og opið svæði til sérstakra nota.
Breytingartillagan, greinargerð og umhverfisskýrsla verður til sýnis til 4. ágúst á Skrifstofu Húnavatnshrepps, skrifstofu Blönduósbæjar, skrifstofu sveitarfélagsins Skagastrandar, skrifstofu Skagabyggðar á Örlygsstöðum og á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166.
Tillagan er einnig til sýnis á eftirfarandi heimasíðum;
www.hunavatnshreppur.is www.blonduos.is www.skagastrond.is
Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 18. ágúst 2009.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.