Til gamans gert.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur í vetur æft dagskrá sem er í tali og tónum og ber nafngiftina “Til gamans gert”. Dagskráin er tileinkuð Birni Pálssyni bónda og alþingismanni á Ytri-Löngumýri en eins og kunnugt er var Björn mjög umtalaður maður hér í sýslum og til eru um hann margar sögur enda gerði Björn ýmislegt til þess að um hann væri fjallað á þann hátt. Er dagskráin sambland af gamni og alvöru.
Jóhanna H. Halldórsdóttir á Brandsstöðum hefur tekið saman talað efni um Björn og leitað fanga í prentuðum heimildum jafnframt því sem hún hefur aflað sér munnlegra heimilda. Söngstjóri kórsins er Sveinn Árnason á Víðimel og er söngskráin fjölbreytt að vanda. Verður þar m.a. frumflutt sönglag eftir stjórnandann. Undirleik annast Elvar Ingi Jóhannesson ásamt hljómsveit Skarphéðins Einarssonar.
Þrjár sýningar verða á dagskránni, í Blönduóskirkju 11. mars, í Félagsheimilinu á Hvammstanga 12. mars og í Félagsheimilinu Miðgarði 18. mars og hefjast allar sýningarnar kl. 20.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir